Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Foden átti fleiri sendingar en Lukaku og Alexis samanlagt
Mynd: Getty Images
Phil Foden, Alexis Sanchez og Romelu Lukaku komu allir inn af bekknum í 3-1 sigri Manchester City gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Lukaku fékk 33 mínútur á vellinum, Alexis 17 en Foden aðeins eina. Þrátt fyrir það átti Foden fleiri heppnaðar sendingar heldur en Lukaku og Alexis samanlagt.

Foden átti sjö sendingar á mínútunni sem hann spilaði og rötuðu allar á samherja. Til samanburðar átti Lukaku þrjár sendingar, en aðeins tvær þeirra heppnuðust. Alexis átti aðeins eina sendingu.

Þrátt fyrir að eiga lítið af sendingum tókst Lukaku að fiska vítaspyrnu þegar hann leyfði Ederson að brjóta á sér innan vítateigs. Anthony Martial skoraði úr spyrnunni og minnkaði muninn í 2-1 en nær komust Rauðu djöflarnir ekki.

Englandsmeistararnir sigldu sigrinum í höfn og eru með tveggja stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar.

Man Utd er í áttunda sæti, tólf stigum eftir nágrönnum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner