Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Óheppinn að renna gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og núverandi knattspyrnustjóri Rangers, hefur opnað sig um atvikið fræga þegar hann rann á ögurstundu í gríðarlega mikilvægum toppbaráttuslag gegn Chelsea fyrir fjórum árum.

Leikurinn var á spilaður á Anfield 27. apríl 2014 og gat Liverpool komið sér í fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri.

Það var ekki mikið eftir af fyrri hálfleik þegar Gerrard rann á eigin vallarhelmingi og missti boltann til Demba Ba, sem var þá sloppinn í gegn og kom gestunum yfir.

Willian innsiglaði sigurinn eftir leikhlé og endaði Liverpool í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir Manchester City.

„Ég átti við erfið bakmeiðsli að stríða og þurfti sprautur til að spila í gegnum sársaukann. Ekki halda að ég noti það sem afsökun, það sem gerðist var ekkert nema hrein óheppni," sagði Gerrard við Daily Mail.
Athugasemdir
banner