Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 14. nóvember 2018 15:07
Elvar Geir Magnússon
Kári opinn fyrir því að taka annað tímabil í Tyrklandi
Icelandair
Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ánægður með lífið í tyrkneska boltanum. Hann segir að deildin hafi komið sér á óvart.

Kári er fastamaður í vörn toppliðs tyrknesku B-deildarinnar, Gençlerbirliği. Liðið hefur unnið tíu af tólf leikjum og aðeins fengið á sig fimm mörk.

„Þetta er toppklúbbur með flottar aðstæður. Þeir borga á réttum tíma sem er mjög mikilvægt! Það er yfir engu að kvarta," segir Kári.

En hvernig eru gæðin í deildinni?

„Gæðin eru misjöfn, deildin er tvískipt og það koma leikir sem eiga að vinnast 3-0. Það eru margir hörkuleikir, Tyrkir eru mjög góðir í fótbolta en taktískur skilningur þeirra á varnarleik mætti vera betri."

Kári er opinn fyrir því að taka annað tímabil með Gençlerbirliği ef liðið fer upp í efstu deild.

„Að sjálfsögðu. Ef það býðst þá skoða ég það. Ef samningurinn er réttur og forsendurnar hafa ekkert breyst þá mun ég klárlega skoða það," segir Kári en viðtalið er í heild sinni hér að neðan:
Kári Árna: Hef trú á verkefninu
Athugasemdir
banner
banner
banner