Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. nóvember 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Martinez varar við vanmati - Hvílir ekki menn gegn Íslandi
Icelandair
Roberto Martinez.
Roberto Martinez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, hefur varað leikmenn sína við því að vanmeta Íslendinga í leiknum í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Belgar eru á toppi heimslistans í augnablikinu en þeir unnu fyrri leikinn gegn Íslandi 3-0.

Belgar hafa einungis tapað einum af síðustu 30 leikjum sínum en Martinez vill sjá sína menn gefa allt í leikinn á morgun. Belgar eru að berjast við Sviss um toppsæti riðilsins í Þjóðadeildinni.

„Ef þú byrjar leikinn og heldur að þetta verði auðvelt þá getur þú misst tökin. Ísland er lið sem gefst aldrei upp," sagði Martinez á fréttamannafundi síðdegis í dag.

„Þeir eru í top 12 í Evrópu af ástæðu. Það er mikið af meiðslum hjá þeim en ungir leikmenn fá sénsinn á morgun."

„Við þurfum að vera klárir og ég mun ekki spara neina leikmenn fyrir leikinn gegn Sviss á sunnudag. Við verðum að vinna leikinn gegn Íslandi svo ekki búast við mismunandi uppstillingu á fimmtudag og sunnudag."

Athugasemdir
banner
banner
banner