Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stærsti aðdáandi Man Utd er Nýsjálendingur
Mynd: Getty Images
Stærsti og mesti aðdáandi knattspyrnufélagsins Manchester United er rauðhærður Nýsjálendingur sem byrjaði að halda með félaginu eftir að hann flutti til Ástralíu í barnæsku.

„Ég heiti Dean og hef verið stuðningsmaður Manchester United allt frá því að ég var sex ára gamall," segir Dean í upphafi myndbandsins, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

„Þegar ég flutti til Ástralíu fengum við nágranna sem var frá Salford og þar byrjaði þetta allt. Foreldrar mínir leyfðu mér ekki að vaka lengi þannig ég fór yfir til nágrannans, gisti þar og horfði á fótbolta."

Dean á rosalegt safn af treyjum, derhúfum og öðrum varningi frá Rauðu djöflunum og er einn af forsprökkum stuðningsmannaklúbbs Manchester United í Brisbane, Ástralíu.

„Kærustur hafa komið og farið, en ég hef alltaf Manchester United. Það er allt sem skiptir mig máli."




Athugasemdir
banner
banner
banner