Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 14. nóvember 2018 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan á mark ársins í MLS-deildinni - Líklega á leið í Milan
Zlatan Ibrahimovic gerði frábæra hluti í MLS-deildinni
Zlatan Ibrahimovic gerði frábæra hluti í MLS-deildinni
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, er líklega á leið aftur til AC Milan eftir því sem ítalskir miðlar komast næst.

Zlatan er 37 ára gamall en hann samdi við Galaxy fyrir tímabilið og tókst að gera 22 mörk í 27 leikjum í deildinni.

Í fyrsta leiknum gerði hann frábært mark sem að MLS-deildin hefur nú valið sem besta mark tímabilsins. Þrátt fyrir frábært gengi þar er nokkuð ljóst að hann verður ekki áfram hjá liðinu.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Paris Saint-Germain og AC Milan að undanförnu en líklegasti áfangastaðurinn er einmitt Milan.

Hann skoraði 56 mörk í 85 leikjum á tíma sínum þar áður en hann var seldur til PSG. Þó hefur hann sjálfur viðurkennt að hann vildi aldrei fara frá Milan.

Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan, hefur verið í viðræðum við Leonardo, yfirmann knattspyrnumála hjá Milan, en það á aðeins eftir að komast að samkomulagi um lengd samningsins. Milan vill gera samning út tímabilið með möguleika á öðru ári en Zlatan vill fá öruggan eins og hálfs árs samning.

Það verður fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu en hér fyrir neðan má sjá mark ársins í MLS-deildinni.



Athugasemdir
banner
banner