Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Istanbúl, Tyrklandi
39 Íslendingar berjast á háværasta velli heims
Icelandair
Tyrkir komust á EM með 1 -  0 sigri á Íslandi í Konya haustið 2015. Þá voru lætin svakaleg en búast má við enn meiri hávaða í kvöld.
Tyrkir komust á EM með 1 - 0 sigri á Íslandi í Konya haustið 2015. Þá voru lætin svakaleg en búast má við enn meiri hávaða í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þó svo við megum búast við jöfnum leik innan vallar milli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 klukkan 17:00 í dag, er hætt við að baráttan utan vallar sé svotil töpuð fyrir fram.

Völlurinn sem tekur 52.652 áhorfendur komst árið 2011 í heimsmetabót Guinness sem háværasti fótboltavöllur heims.

Þá mældust lætin 137,76 desibil í stórleik Galatasaray og Fenerbache en leikir þessa liða vekja alltaf mikla spennu.

Þeir Íslendingar sem keyptu miða á leikinn í gegnum KSÍ voru aðeins 39 og því má búast við að ef Tyrkirnir aðstoða þau ekki við Víkingaklappið þá týnist það í látunum.

Leikurinn skiptir bæði lið miklu máli, Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina, Tyrkjum nægir stig til að tryggja sér sæti á lokamótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner