Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 14. nóvember 2022 10:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund ætlar að ræða við Bellingham - Hazard til Aston Villa?
Powerade
Jude Bellingham hefur verið orðaður við félögin í Manchester, Liverpool og Real Madrid svo einhver séu nefnd.
Jude Bellingham hefur verið orðaður við félögin í Manchester, Liverpool og Real Madrid svo einhver séu nefnd.
Mynd: Getty Images
Emery vill fá Eden Hazard.
Emery vill fá Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan vill fá dágóða summu fyrir Leao.
AC Milan vill fá dágóða summu fyrir Leao.
Mynd: EPA
Slúðrið þennan mánudaginn er tekið saman af BBC og er í boði Powerade.



Stjórnarformaður Dortmund, Hans-Joachim Watzke, segir að félagið muni ræða við Jude Bellingham (19) eftir HM. Nokkur stórlið hafa sýnt Bellingham áhuga. (Bild)

Barcelona vill fá Ilkay Gundogan (32) frá Man City en veit að það verður erfitt. Félagið horfir einnig til Youri Tielemans (25) hjá Leicester. (Mundo Deportivo)

Barcelona mistókst að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en Joan Laporta, forseti félagsins, segir að það hafi ekki áhrif á stöðu stjórans, Xavi, hjá félaginu. (Sport)

Unai Emery vill fá Eden Hazard (31) og Nacho Fernandez (32) frá Real Madrid. (El Nacional)

Villa gæti boðið fjórtán milljónir evra í Franck Kessie (25) sem er í furðulegri stöðu hjá Barcelona. Fulham hefur einnig áhuga. (Sort)

Pep Guardiola, stjóri Man City, mun ræða við félagið um framtíðarplön á meðan HM í Katar er í gangi. (Mail)

AC Milan vonast til að ná samkomulagi við Chelsea um að fá Hakim Ziyech (29) til Mílanó í janúar. (Gazzetta dello Sport)

AC Milan ætlar ekki að hlusta á tilboð undir 100 milljónir evra í Rafael Leao (23) í janúar. Viðræður um nýjan samning ganga brösulega. (Calciomercato)

Stjórn Chelsea stendur fullkomlega við bakið á stjóra félagsins, Graham Potter, þrátt fyrir að liðið hafi tapað þremur deildarleikjum í röð. (Athletic)

Tiago Pinto, yfirmaður hjá Roma, skilur ekki rök enska landliðsþjálfarans, Gareth Southgate, varðandi þá ákvörðun að sleppa því að velja Tammy Abraham (25) í landsliðshópinn fyrir HM. (DAZN)

Antonio Rudiger (29) sem fór frá Chelsea til Real Madrid í sumar segir að Barcelona hafi reynt að fá sig en það hafi ekki verið möguleiki að fara á Nývang. (AS)

Marco Verratti (30) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við PSG. Sá samningur myndi gilda fram á sumarið 2026. (Mundo Deportivo)

Samningur Edin Dzeko (36) framherja Inter rennur út næsta sumar. Dzeko vill vera áfram hjá félaginu. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner