Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
AB rúllaði yfir Helsingör - Síðasti leikur Jóa Kalla?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helsingor 1 - 5 AB
1-0 Markaskorara vantar ('18)
1-1 Noah Engell ('30, víti)
1-2 Jonathan Mathys ('44)
1-3 Marcus Immersen ('51)
1-4 Frederik Lindgaard ('57)
1-5 Marco Ramkilde ('75, víti)

Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði AB til stórsigurs gegn Helsingör í þriðju efstu deild í Danmörku í dag. Ægir Jarl Jónasson og Adam Ingi Benediktsson sátu á bekknum hjá AB.

Heimamenn í Helsingör tóku forystuna snemma leiks en gestirnir snéru stöðunni við fyrir leikhlé og stungu svo af í upphafi síðari hálfleiks.

AB skoraði fimm mörk í þægilegum stórsigri og er á toppi deildarinnar, með 36 stig eftir 16 umferðir. Núna fer danski boltinn í vetrarfrí og er næsti leikur ekki á dagskrá fyrr en í mars.

Jóhannes Karl verður þó líklega ekki áfram við stjórnvölinn hjá AB yfir áramótin. Allt bendir til þess að hann sé á leið aftur til Íslands til að taka við FH í Bestu deildinni, þar sem hann ætti að vera kynntur til leiks sem aðalþjálfari Hafnfirðinga fyrir næstu mánaðamót.
Athugasemdir
banner
banner