Albert Guðmundsson skoraði sitt fjórtánda landsliðsmark í gær þegar hann kom Íslandi yfir gegn Aserbaísjan. Albert skoraði eftir frábæra sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni.
Albert hefur verið funheitur með landsliðinu síðustu misseri, hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í síðustu tíu leikjum með landsliðinu.
Hann skoraði fjögur mörk í mars 2024, lagði upp eitt í mars á þessu ári og eitt í júní, skoraði og lagði upp áður en hann meiddist í fyrri leiknum gegn Aserbaísjan, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í októberglugganum og skoraði svo í gær. Honum hefur einungis mistekist að skora eða leggja upp í tveimur af síðustu tíu leikjum.
Albert hefur verið funheitur með landsliðinu síðustu misseri, hann hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur í síðustu tíu leikjum með landsliðinu.
Hann skoraði fjögur mörk í mars 2024, lagði upp eitt í mars á þessu ári og eitt í júní, skoraði og lagði upp áður en hann meiddist í fyrri leiknum gegn Aserbaísjan, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í októberglugganum og skoraði svo í gær. Honum hefur einungis mistekist að skora eða leggja upp í tveimur af síðustu tíu leikjum.
Hann er kominn upp í fjórtán mörk í 45 landsleikjum og Vísir vekur athygli á því að hann sé búinn að jafna þá Arnór Guðjohnsen og Ríkharð Daðason. Þeir eru jafnir í sjöunda sæti yfir markahæstu menn. Þrettán mörk eru upp í Gylfa Þór Sigurðsson sem er sá markahæsti í sögu landsliðsins.
Athugasemdir





