Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 18:05
Fótbolti.net
Landsliðið og Heimir gegn Ronaldo á X977 á morgun
Hallgrímur Heimisson er gestur þáttarins.
Hallgrímur Heimisson er gestur þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er að sjálfsögðu stórt umfjöllunarefni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun. Tómas Þór og Benedikt Bóas verða í hljóðveri.

Hallgrímur Heimisson, yfirþjálfari hjá Val, er gestur þáttarins en hann er sonur Heimis Hallgrímssonar sem lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo í vikunni.

Þátturinn er milli 12 og 14 og verður farið yfir fótboltafréttir vikunnar og hringt til Varsjár þar sem Úkraína og Ísland mætast á sunnudaginn.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner