Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   fös 14. nóvember 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk setti tvennu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al-Qadisiya 8 - 1 Eastern Flames
Mörk Al-Qadisiya
Adriana ('9)
Sara Björk ('17)
Rayanne ('27)
Adriana ('38)
Rayanne ('51)
Lea Le Garrec ('61)
Sara Björk ('66)
Adriana ('67)

Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Al-Qadisiya sem rúllaði yfir Eastern Flames í Sádi-Arabíu í dag.

Sara Björk skoraði tvennu í stórsigri þar sem brasilískar stöllur hennar Adriana og Rayanne voru einnig á skotskónum.

Adriana, sem á 62 landsleiki að baki fyrir Brasilíu, setti þrennu á meðan Rayanne, sem er með tvo landsleiki að baki, gerði tvö mörk. Léa Le Garrec, sem á 15 landsleiki fyrir Frakkland, komst einnig á blað.

Sara og stöllur eiga 9 stig eftir 6 umferðir og eru í þriðja sæti, 9 stigum á eftir toppliði Al-Nassr sem er með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner