fös 14. desember 2018 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Engin jólaskemmtun hjá Newcastle annað árið í röð
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Newcastle hefur ákveðið að sleppa jóladjamminu annað tímabilið í röð vegna slæms gengis í úrvalsdeildinni.

Newcastle mætir Huddersfield í fallbaráttunni um helgina og hefði jólafrí leikmanna falist í því að fara út á lífið á laugardagskvöldið eftir leikinn.

Sama var uppi á teningnum í fyrra þar sem ákveðið var að sleppa jólafögnuði niðrí bæ vegna slæms gengis.

Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, hvatti leikmenn til þess að sleppa djamminu og mæta sem ferskastir til leiks gegn Fulham næstu helgi, þremur dögum fyrir jól.

Newcastle er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner