Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. desember 2018 05:55
Arnar Helgi Magnússon
England um helgina - Risaslagur á Anfield
Hvað gera Robertson og Firmino gegn United?
Hvað gera Robertson og Firmino gegn United?
Mynd: Getty Images
Jói Berg og Burnley mæta Tottenham
Jói Berg og Burnley mæta Tottenham
Mynd: Getty Images
Sautjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður leikin um helgina. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Liverpool og Manchester United sem fram fer á sunnudaginn.

Veislan hefst í hádeginu á morgnun, klukkan 12:30 þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Englandsmeistarana sjálfa heim.

Manchester City getur því endurheimt toppsætið, þó mögulega í einungis rúmlega sólahring.

Íslendingaliðin Burnley og Cardiff eiga bæði útileiki klukkan 15:00 en Jóhann Berg fer á Wemley og mætir þar Tottenham. Cardiff heimsækir Watford, sem hefur verið að fatast flugið eftir frábæra byrjun.

Síðasti leikur morgundagsins er viðureign Fulham og West Ham. Hamrarnir verið sjóðheitir og unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni.

Á sunnudaginn fara Lundúnarliðin Arsenal og Chelsea bæði á suðurströndina. Arsenal mætir Southampton og Chelsea heimsækir Brighton.

Eins og fyrr segir er stórleikur umferðarinnar viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag klukkan 16:00. Leikir þessa liða einir af þeim stærstu á hverju tímabili og snúast um miklu meira en einungis fótboltann.

Leikir helgarinnar

Laugardagur:
12:30 Manchester City - Everton (Stöð 2 Sport)
15:00 Crystal Palace - Leicester
15:00 Huddersfield - Newcastle
15:00 Tottenham - Burnley
15:00 Watford - Cardiff
15:00 Wolves - Bournemouth
17:30 Fulham - West Ham (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
13:30 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport)
13:30 Brighton - Chelsea
16:00 Liverpool - Manchester United (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner