Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. desember 2018 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Hannes átti dyggan hóp stuðningsmanna á Emirates
Fullklæddir í markmannsbúning
Hannes með félögum sínum á Emirates í gær.
Hannes með félögum sínum á Emirates í gær.
Mynd: Twitter
Hannes Þór Halldórsson á æfingu hjá íslenska landsliðinu.
Hannes Þór Halldórsson á æfingu hjá íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var ekki í leikmannahóp Qarabag sem mætti Arsenal á Emirates vellinum í gærkvöldi.

Fyrir leikinn var Arsenal búið að tryggja sér farseðil í 32-liða úrslitum og gat leyft sér að hvíla lykilleikmenn. Qarabag endaði riðlakeppnina með þrjú stig.

Blaðamaður vefmiðilsins 90min.com póstaði skemmtilegri mynd á samfélagsmiðilinn Twitter á leiknum í gær þar sem að fimm karlmenn voru klæddir í búning Hannesar Þórs, frá toppi til táar.


Meðal annars var um að ræða Sóla Hólm, grínista og Baldur Kristjánsson ljósmyndara en hann mætti einnig fullklæddur til heiðurs Hannesi á leik Íslands og Argentínu á HM í sumar þar sem Hannes varði víti frá Lionel Messi.

Mynd af þessum frábæru stuðningsmönnum má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner