banner
   fös 14. desember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði heimsótti veik börn og gaf þeim gjafir
Mynd: READINGFC.CO.UK
Garath McCleary, John O’Shea, Jordan Obita, Paul McShane og Liam Moore og Jón Daði Böðvarsson, leikmenn Reading heimsóttu í gær Royal Berkshire spítalann og færðu veikum börnum gjafir fyrir jólin.

Þessi heimsókn leikmannana á spítalann er orðin árleg en eins og fyrr segir koma þeir færandi hendir með gjafir handa þeim krökkum sem að þurfa að dvelja á spítalanum yfir hátíðarnar ásamt fjölskyldum sínum.

Smelltu hér til að sjá fleiri myndir úr heimsókninni.

Jón Daði hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en
Scott Marshall, bráðarbirgðarstjóri Reading staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Rotherdam á morgun að Jón Daði væri byrjaður að æfa og gæti möguelga tekið þátt í leiknum.

Jón Daði hefur skorað sex mörk í ellefu leikjum fyrir Reading á tímabilinu en hefur ekki spilað síðan í lok október.
Athugasemdir
banner
banner