Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 14. desember 2018 07:45
Magnús Már Einarsson
Koulibaly til Manchester United á metfé?
Powerade
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell (til vinstri) gæti farið til Manchester City.
Ben Chilwell (til vinstri) gæti farið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með áhugavert slúður af Manchester United og fleira til í dag.



Manchester City er að undirbúa 50 milljóna punda tilboð í Ben Chilwell (21) vinstri bakvörð Leicester. City vill kaupa Chilwell í janúar þar sem Benjamin Mendy er ennþá meiddur. (Mirror)

Tottenham ætlar að bjóða í Andre Gomes (25) miðjumann Barcelona næsta sumar. Gomes hefur leikið vel á láni hjá Everton í vetur. (Sun)

Mike Ashley, eigandi Newcastle, vonast til að selja félagið á 300 milljónir punda fyrir lok árs. (Express)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, fær pening til að kaupa leikmenn í janúar, hvort sem félagið verður selt eða ekki. (Chronicle)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, verður alltaf reiðari og reiðari út í stjórn félagsins þar sem ekkert gengur að styrkja leikmannahópinn. (Telegraph)

Manchester United er sagt ætla að reyna að fá Kalidou Koulibaly (27) miðvörð Napoli. Ítalska félagið vill 100 milljónir punda fyrir Koulibaly en hann yrði þá dýarsti leikmaðurinn í sögu Manchester United. (Evening Standard)

Claude Puel, stjóri Leicester, segir að nokkrir leikmenn gætu farið frá félaginu í janúar. (Sky Sports)

Danny Rose (28) vinstri bakvörður Tottenham, reiknar ekki með að félagið fái nýja leikmenn í janúar. (Independent)

Real Madrid vonast til að kaupa miðjumanninn Brahim Diaz (19) frá Manchester City á tíu milljónir punda í janúar. (ESPN)

Mark Van Bommel, þjálfari PSV Eindhoven, vill fá Arjen Robben (34) aftur til félagsins frá Bayern Munchen. (Omroep Brabant)

Emile Smith Rowe (18) miðjumaður Arsenal hefur hafnað Barcelona. (Sky Sports)

Jordi Alba, vinstri bakvörður Barcelona, segir að Alvaro Morata yrði velkominn til félagsins. (Mundo Deportivo)

Ibrahim Meite (22) framherji Cardiff er á förum í janúar en Watford og WBA hafa áhuga sem og félög í Rússlandi, Þýskalandi og Frakklandi. (Mail)

Samuel Saiz (27) miðjumaður Leeds, er orðaður við Getafe á Spáni. (Yorkshire Evening Post)

Framtíð Isco (26) hjá Real Madrid er í óvissu eftir að hann lét óánægju sína í ljós við stuðningsmenn í 3-0 tapinu gegn CSKA Moskvu í fyrradag. (Mundo Deportivo)

Frenkie de Jong (21) miðjumaður Ajax segist ekki vera búinn að ákveða framtíð sína en hann hefur verið orðaður bæði við PSG og Barcelona. (Voetbalzone)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner