Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 14. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Tíu álitsgjafar spá í leik Liverpool og Manchester United
Hvernig fer á Anfield á sunnudaginn?
Hvernig fer á Anfield á sunnudaginn?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er mikið í umræðunni fyrir leikinn.
Jose Mourinho er mikið í umræðunni fyrir leikinn.
Mynd: Getty Images
Nær Salah að skora á sunnudaginn?
Nær Salah að skora á sunnudaginn?
Mynd: Getty Images
De Gea hefur haldið hreinu í síðustu tveimur heimsóknum á Anfield.
De Gea hefur haldið hreinu í síðustu tveimur heimsóknum á Anfield.
Mynd: Getty Images
Erkifjendurnir í Liverpool og Manchester United mætast á Anfield á sunnudag klukkan 16:00. Þessi lið hafa oft mæst í hörkuleikjum í gegnum tíðina en síðustu tveir leikir á Anfield hafa þótt tíðindalitlir þar sem markalaust jafntefli hefur orðið niðurstaðan.

Liverpool er fyrir leikinn um helgina í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United er í 6. sæti. Fótbolti.net fékk tíu álitsgjafa til að spá í leik helgarinnar.



Rikki G, Stöð 2 Sport
Ég spái Liverpool þægilegum 2-0 sigri. Þó þetta séu alltaf risaleikir og oft ekki skipt máli hvernig staðan sé í deildinni þá er gæðamunurinn of mikill í dag. Það geislar gleði og sjálfstraust á leikmönnum Liverpool á meðan United menn virka eins og tímabilið sé komið á 10.mánuð og menn bíði bara eftir sumarfríi. Liverpool skorar bæði í fyrri hálfleik og sigla þessu þægilega heim í seinni.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona
Eins og liðin hafa verið að spila myndi ég segja 2-0 Liverpool en þeir voru að spila erfiðan leik fyrir nokkrum dögum og smá meiðsli í gangi en ég held samt að Liverpool taki 3 stig í þessum leik, bullandi titilbaráttu. Salah er kominn í gang, þannig hann á eftir að setja eitt. Seinustu leikir á Anfield á móti Utd eftir að Mori tok við hafa verið leiðinlegir og lítið skorað. Hann hefur alltaf spilað upp á 0-0 en það mun ekki gera mikið fyrir þá í þessum. Tilfinningin er 2-0.

Kristján Atli Ragnarsson kop.is
Liverpool hafa aldrei verið betri á leið í þessa viðureign, og það eru áratugir síðan United voru jafn slakir. Hins vegar er Mourinho ósigraður með United á móti Liverpool og ber svarta beltið í að sækja jafnteflið á Anfield. Ég er samt bjartsýnn, ef mínir menn geta ekki veitt United langþráða flengingu á sunnudag veit ég ekki hvenær það gerist. 4-0 fyrir Liverpool.

Halldór Marteinsson, raududjoflarnir.is
Það er leiðinlega mikil seigla í Liverpool á þessu tímabili. Manchester United var eitt mjög fárra liða sem náði að stöðva Mo Salah á síðasta tímabili. Mínir menn hafa hins vegar sjaldan náð upp almennilegum varnarleik á þessu tímabili svo ég hugsa að Salah skori allavega eitt. Mínir menn hafa þó stundum sýnt gamalkunna endurkomutakta á tímabilinu svo ég tippa að liðið nái að snúa þessu við og vinna 2-1 sigur. Hinn vanmetni Marouane Fellaini hefur oft skorað mikilvæg mörk fyrir félagið, held hann skori í þessum leik líka.

Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks
Liverpool 0 - 1 Manchester United. Bæði lið nokkuð lemstruð eftir mikið leikja álag síðustu misseri. United nær að stýra tempóinu í leiknum og skora sigurmarkið úr föstu leikatriði á lokamínútu leiksins.

Ásgeir Sigurgeirsson, KA
Held að Man U vinni þetta 2-1 sem slekkur aðeins í Liverpool mönnum á netinu. Vond úrslit fyrir bæði lið þar sem Liverpool missir stig og Mourinho fær að halda áfram með liðið. Alisson mun gefa eitt stykki mark í þessum leik. Leikurinn verður ekki mikið fyrir augað en það verða átök og ekki ólíklegt að það verði rauð spjöld. Finnst líklegt að þjálfararnir geri báðir eitthvað glórulaust og öll athygli verður á því máli eftir leikinn.

Guðmundur Kristjánsson, FH
Ég held að þessi leikur verði mikil skemmtun og þá sérstaklega fyrir poolara. Liverpool eru einfaldlega betri en Man Utd. eins og er og ég hugsa að vörn Man Utd. nái ekki að halda frábærri sóknarlínu Liverpool í skefjum. Mourinho reynir örugglega að drepa alla gleði og sigla heim jafntefli en ég spái 3-1 sigri heimamanna.

Gunnar Birgisson, RÚV
Var dreginn á Liverpool - Man.Utd fyrir tveimur árum síðan og ég hugsa að endursýndur veðurfréttatími hefði verið meiri skemmtun en sá 0-0 leikur. Hugsa að þessi leikur verði þó talsvert meiri skemmtun. Salah kemur Liverpool yfir eftir 10. mínútur og Liverpool menn setja ótrúlegt met með því að vinna deildina í annað skiptið í vikunni (á samfélagsmiðlum). Gleðin tekur þó snöggan endi þegar Paul Pogba tekur eina þrusu af þeim gamla í vinkilinn fjær af 30metrunum. 1-1 lokatölur og United menn fara sáttir af Anfield.

Sindri Björnsson, Valur
Allir komnir með hundleið á þessu United liði, þeir verða lítil fyrirstaða fyrir okkur Poolara. Mané setur tvö í fyrri hálfleik og svo geir einn trúðanna í hafsentinum hjá United sjálfsmark undir lokin. 3-0 sigur hjá verðandi Englandsmeisturum - Mourinho gets sacked in the morning.

Kristján Jónsson, Morgunblaðið
Ef Liverpool hefur áhuga á að vinna United stórt í deildaleik þá er væntanlega tækifæri til þess núna. Mikil stemning í Liverpooliðinu og mjög beittir þegar þeir eru í stuði. Á sama tíma virðist vera andleysi yfir Unitedmönnum. Ekki bara á þessari sparktíð heldur sást það einnig þegar liðið var slegið út úr Meistaradeildinni síðasta vetur. Þeir eiga þó ekki að þurfa mikla hvatningu fyrir leiki gegn Liverpool. Liverpool mun pressa af krafti til að byrja með. Takist þeim að skora snemma þá gætu þeir unnið stórsigur. Segjum að þetta fari 3:0 fyrir Liverpool. Þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í stjóratíð Mourinho hjá United þá myndi ég samt ekki útiloka að leikurinn endi með jafntefli vegna þess að Mourinho hefur haft lag á því að ná úrslitum gegn sterkustu liðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner