Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. janúar 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal boðið Carrasco - Hafa ekki efni á honum
Carrasco á förum frá Kína?
Carrasco á förum frá Kína?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yannick Carrasco, leikmaður Dalian Yifang í Kína, er sagður vilja yfirgefa félagið. Um helgina sagði eiginkona hans að Manchester United og fleiri félög hefðu áhuga á leikmanninum.

Kristof Terreur, sérfræðingur um belgískan fótbolta, sagði í hlaðvarpsþætti hjá Transfer Talk Podcast að Arsenal hafi fengið boð um að fá Carrasco til félagsins. Terreur telur þó að Arsenal hafi ekki efni á honum.

Manchester United hefur einnig áhuga á Carrasco en félagið hafi ekkert með hann að gera að mati Terreur.

Yannick Carrasco er vængmaður og ljóst að samkeppnin yrði mikil um sæti í byrjunarliði Manchester United þar sem þeir eru vel mannaðir á vængjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner