Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. janúar 2019 16:19
Magnús Már Einarsson
Jassim Bin Hamad leikvanginum í Katar
Birkir jafnar Eið Smára - Gæti orðið annar leikjahæstur í mars
Icelandair
Birkir er fyrirliði í dag líkt og gegn Svíum.
Birkir er fyrirliði í dag líkt og gegn Svíum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Birkir Már Sævarsson spilar í dag sinn 88. landsleik á ferlinum þegar Ísland mætir Eistlandi í vináttuleik klukkan 16:45.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Birkir Már er fyrirliði Íslands í leiknum í dag líkt og í 2-2 jafnteflinu gegn Svíum á föstudag.

Hann kemst upp að hlið Eiðs Smára Guðjohnsen yfir flesta landsleiki en Eiður spilaði einnig 88 leiki á ferli sínum.

Hermann Hreiðarsson er næstleikjahæstur með 89 leiki en líklegt er að Birkir fari upp fyrir hann í mars þegar Ísland mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM.

Rúnar Kristinsson er leikjahæstur í sögu íslenska landsliðsins með 104 leiki en Birkir gæti saxað vel á met hans á þessu ári.

Birkir Már spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2007 en hann var þá 22 ára gamall og hafði aldrei leikið með yngri landsliðum Íslands. Leið hans í fremstu röð var öðruvísi en hjá mörgum leikmönnum eins og Birkir talaði um í viðtali við Fótbolta.net árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner