Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. janúar 2019 10:36
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Sjö breytingar frá leiknum gegn Svíum
Icelandair
Davíð og Axel byrja báðir.
Davíð og Axel byrja báðir.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn byrjar.
Kolbeinn byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Erik Hamren hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem að mætir Eistum í vináttuleik í Katar klukkan 16:45 í dag.

Fótbolti.net birti í gær líklegt byrjunarlið Íslands og er það nokkuð svipað þessu byrjunarliði. Aðeins ein breyting er, Willum Þór byrjar á varamannabekknum en Kolbeinn Birgir byrjar.

Ingvar Jónsson stendur í rammanum með fjögurra manna varnarlínu fyrir framan sig. Birkir Már er í hægri bakverði en hann er einnig fyrirliði liðsins. Hjörtur Hermannsson, Axel Óskar og Davíð Kristján standa einnig vaktina í vörninni.

Þetta er fyrsti A-landsliðsleikur Davíðs en Axel Óskar spilaði sinn fyrsta leik á dögunum þegar hann kom inn á á móti Svíum.

Guðmunudur Þórarinsson er sá eini á miðsvæðinu sem að heldur byrjunarliðssæti sínu en með honum verða Aron Elís, Jón Dagur og Kolbeinn Birgir.

Þar fyrir framan eru síðan Óttar Magnús Karlsson og Hilmar Árni Halldórsson.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður
Ingvar Jónsson (M)

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson (F)
Hjörtur Hermannsson
Axel Óskar Andrésson
Davíð Kristján Ólafsson

Miðjumenn:
Kolbeinn Birgir Finnsson
Aron Elís Þrándarson
Guðmundur Þórarinsson
Jón Dagur Þorsteinsson

Sóknarmenn:
Hilmar Árni Halldórsson
Óttar Magnús Karlsson
Athugasemdir
banner
banner