Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Damien Duff og Stephen McManus í þjálfarateymi Celtic
Damien Duff er þjóðarhetja á Írlandi.
Damien Duff er þjóðarhetja á Írlandi.
Mynd: Getty Images
Celtic er búið að staðfesta að Damien Duff og Stephen McManus séu búnir að skrifa undir samninga við félagið.

Duff tekur við varaliði Celtic og McManus tekur við U18 liðinu og munu þeir því starfa náið með Brendan Rodgers.

Duff gerði garðinn frægan með Blackburn og Chelsea í enska boltanum en hefur einnig leikið fyrir Newcastle og Fulham. Hann lauk ferlinum með Shamrock Rovers í heimalandinu, Írlandi, og hefur starfað sem þjálfari þar undanfarin ár.

McManus er uppalinn hjá Celtic og var hann fyrirliði félagsins í þrjú ár áður en hann var fenginn yfir til Middlesbrough. Varnarjaxlinn lék síðast fyrir Motherwell í skoska boltanum en lagði skóna á hilluna sumarið 2017 og byrjaði að þjálfa hjá félaginu.

Duff á 100 landsleiki að baki fyrir Írland og McManus á 26 að baki fyrir Skotland. Báðir hafa þeir verið fyrirliðar landsliða sinna.
Athugasemdir
banner
banner