Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. janúar 2019 11:00
Arnar Helgi Magnússon
Draumalið samherja Yaya Toure - Sex sóknarmenn
Þóroddur Hjaltalín ræðir hér við Yaya Toure.
Þóroddur Hjaltalín ræðir hér við Yaya Toure.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yaya Toure var fenginn sem knattspyrnusérfæðingur hjá Sky í kringum leik Manchester City og Wolves í gærkvöldi.

Toure er samningslaus eins og staðan er í dag en samningi hans við Olympiakos var rift í desember. Toure samdi um að fá greitt fyrir spilaða leiki og Olympiakos átti í erfiðleikum með að standa undir þeim greiðslum. Því var samningnum rift.

Hann útilokaði ekki í gærkvöldi endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann sagðist vilja spila að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

Hann var fenginn til þess að stilla upp draumaliði fyrrum samherja sinna. Yaya Toure var hluti af geggjuðu liði Barcelona fyrir nokkrum árum, undir stjórn Pep Guardiola.

Hann flutti sig síðan yfir til Manchester og spilaði með City frá árinu 2010 til ársins 2018. Hann hefur því spilað með þónokkrum heimsklassa leikmönnum.

Yaya Toure stillti upp í 3-1-6, þrír varnarmenn, einn miðjumaður og sex sóknarmenn. Liðið má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner