þri 15. janúar 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt ár í dag síðan Ísland vann síðast leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag, 14. janúar, er liðið eitt ár síðan karlalandslið Íslands vann síðast fótboltaleik.

Ísland gerði í dag markalaust jafntefli við Eistlandi í Katar, en fyrir ári síðan kom 4-1 sigurleikur gegn Indónesíu þar sem Albert Guðmundsson fór á kostum og gerði þrennu.

Síðasti sigurleikur Íslands á alþjóðlegum leikdegi var gegn Kosóvó í október 2017 þegar Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.

Frá því Ísland vann Indónesíu hefur liðið spilað 14 leiki, gert sex jafntefli og tapað átta.

Biðin eftir sigri:

Vináttulandsleikir:
Mexíkó - Ísland 3-0
Perú - Ísland 3-1
Ísland - Noregur 2-3
Ísland - Gana 2-2
Katar 2 - 2 Ísland
Svíþjóð 2 - 2 Ísland
Eistland 0 - 0 Ísland

HM:
Ísland 1 - 1 Argentína
Ísland 0 - 2 Nígería
Ísland 1 - 2 Króatía

Þjóðadeildin:
Sviss 6 - 0 Ísland
Ísland 0 - 3 Belgía
Ísland 1 - 2 Sviss
Belgía 2 - 0 Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner