Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. janúar 2019 09:44
Arnar Helgi Magnússon
Emery vill nýta launakostnað Özil í nýja leikmenn
Powerade
Hvað verður um Þjóðverjann?
Hvað verður um Þjóðverjann?
Mynd: Getty Images
Arnautovic er á förum frá West Ham.
Arnautovic er á förum frá West Ham.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakka bresku dagblaðanna. Það er nóg um að vera enda er félagsskiptaglugginn opinn. BBC tekur saman.


Unai Emery, stjóri Arsenal, er tilbúinn til þess að selja Mezut Özil til þess að geta nýtt launakostnaðinn sem fer í Özil í nýja leikmenn. Özil er launhæsti leikmaður Arsenal með 350.000 pund á viku. (Mail)

Chelsea mun setja 100 milljóna punda verðmiða á Eden Hazard ef að hann biður um sölu frá félaginu til Real Madrid. (Telegraph)

Marko Arnautovic, leikmaður West Ham, mun ganga til liðs við kínverska félagið Shanghai SIPG áður en að vikan klárast. (Sun)

West Ham ætlar að sækja Callum Wilson til Bournemouth ef að Arnautovic fer. (Sky Sports)

Sevilla hefur gefist upp á því að reyna að fá Alvaro Morata til liðsins en Chelsea hafnaði 40 milljón punda tilboði frá liðinu. Hann þykir of dýr. (Evening Standard)

Morata er tilbúinn að taka á sig launalækkun til þess að ganga til liðs við Atletico Madrid. Spænska félagið þarf að selja leikmann til þess að eiga fyrir Morata. (Marca)

Leikmenn Manchester United vilja halda Ole Gunnar Solskjær eftir tímabilið. (Telegraph)

Solskjær gæti látið Belgann Marouane Fellaini fara í glugganum núna í janúar. (Talksport)

Ole Gunnar hefur ráðfært sig við Sir Alex Ferguson síðan að hann tók við Mancehster United í desember. (Mancester Evening News)

Chelsea er búið að gera munnlegt samkomulag við argentíska miðjumanninn Leandro Paredes sem er á mála hjá St. Pétursborg. (Mirror)

Liverpool, Tottenham og Everton eru öll með augastað á hollenska vængmanninum Arnaut Danjuma sem að spilar með Club Brugge. (Mail)

Juventus og AC Milan þurfa að funda um framtíð Gonzalo Higuain. Framherjinn er í eigu Juventus en á láni hjá Milan. Chelsea vill fá framherjann. (Evening Standard)

PSG leitar nú logandi ljósi að djúpum miðjumanni og er Idrissa Gueye, leikmaður Everton, þar efstur á óskalista liðsins. (L‘Equipe)

Everton mun ekki hlusta á tilboð í Gueye nema að þau hljóði upp á 40 milljónir punda eða meira. (Mirror)

Wolves er áhugasamt um að fá Moritz Bauer, hægri bakvörð Stoke á láni út tímabilið. (Express og Star)

Shinji Okazaki, framherji Leicester, hefur beðið um sölu frá félaginu vegan lítils spiltíma. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner