þri 15. janúar 2019 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Jafntefli niðurstaðan hjá Stjörnunni og FH
Úr leik FH og Stjörnunnar á síðasta tímabili.
Úr leik FH og Stjörnunnar á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 0 FH

Stjarnan og FH áttust við í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Leikurinn var í A-deild og fór fram í Kórnum í Kópavogi.

Bæði lið tefldu fram nokkuð sterkum byrjunarliðunum, en þó vantaði leikmenn. Martin Rauschenberg og Björn Daníel Sverrisson léku ekki með í kvöld og þá voru Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson, leikmenn Stjörnunnar, í landsliðsverkefni í Katar. Geoffrey Castillion var í fremstu víglínu hjá FH.

Bæði þessi lið stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en í kvöld sættust liðin á jafnan hlut. Engin mörk voru skoruð í Kórnum.

Björn Berg Bryde, varnarmaður Stjörnunnar, fór meiddur af velli og leit það ekki vel út. Hann yfirgaf völlinn í sjúkrabíl.

Þetta var fyrsti leikurinn hjá báðum þessum liðum og eru þau því bæði með eitt stig í Fótbolta.net mótinu.

Keflavík og ÍA eru einnig í þessum riðli, en ÍA vann 4-0 sigur á Keflavík um liðna helgi.



Athugasemdir
banner
banner
banner