Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. janúar 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsmaður stundaði sjálfsfróun á almannafæri
Gavin Whyte.
Gavin Whyte.
Mynd: Getty Images
Á fjóra landsleiki að baki fyrir Norður-Írland.
Á fjóra landsleiki að baki fyrir Norður-Írland.
Mynd: Getty Images
Árið 2018 var gott ár fyrir sóknarmanninn Gavin Whyte frá Norður-Írlandi.

Þessi 22 ára gamli leikmaður fékk samning hjá Oxford United í ensku C-deildinni og þá lék hann sína fyrstu landsleiki fyrir Norður-Írland, og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.

Árið 2019 byrjar ekki jafnvel fyrir hann.

Whyte var í Belfast síðastliðið laugardagskvöld eftir að hafa fyrr um daginn hjálpað sínum mönnum í Oxford að gera 2-2 jafntefli við Fleetwood Town.

Hann skemmti sér kannski eilítið of vel í Belfast og fór í dreifingu myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann sést ásamt félaga sínum stunda sjálfsfróun út á miðri götu.

Oxford hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hegðun Whyte er fordæmd.

Stjóri félagsins, Karl Robinson, sagði:

„Þetta er ekki honum líkt. Gavin er rólegur, kurteis ungur maður og hann er í molum yfir þessu. Ég hef sjaldan séð einhvern sem iðrast jafnmikið fyrir eitthvað sem hann hefur gert. Augljóslega drakk hann of mikið og það er eitthvað sem við munum líka taka á. Hvort sem þú ert fótboltamaður eða ekki, þá er svona hegðun röng að öllu leyti."

„Hann er frábær drengur og ég vona að stuðningsmennirnir muni fyrirgefa honum þetta."

Lögregla í Norður-Írlandi veit af myndbandinu og er með það til rannsóknar.
Athugasemdir
banner