Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. janúar 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Manchester United mættu til London í jakkafötum
Solskjær vill hafa menn í jakkafötum þegar þeir eru á vegum félagsins
Solskjær vill hafa menn í jakkafötum þegar þeir eru á vegum félagsins
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær setti þær kröfur á leikmenn og starfsmenn Manchester United að þeir væru í jakkafötum þegar þeir mættu til leiks á Wembley fyrir leikinn gegn Tottenham á sunnudag.

Undir stjórn Jose Mourinho máttu leikmenn mæta í æfingagallanum á völlinn á leikdegi, en Manchester Evening News fengu fregnir af því að Solskjær hafi sett þá reglu að menn ættu að mæta í jakkafötum á völlinn.

Solskjær sækir þarna í hefð sem Sir Alex Ferguson hélt við. Menn ættu að mæta í jakkafötum í útileiki og í ferðalög þegar það voru Evrópuleikir. Louis Van Gaal hélt einnig í þessa hefð en Mourinho hafði ekki þessa reglu.

Michael Carrick, þjálfari hjá Manchester United, skrifaði í ævisögu sinni að Sir Alex vildi alltaf hafa sína menn vel klædda, þeir væru fyrirmyndir og táknmyndir félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner