Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 15. janúar 2019 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool án Alexander-Arnold næstu vikurnar
Mynd: Getty Images
Meiðslavandræði Liverpool í vörninni halda áfram en hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold verður núna frá í mánuð vegna hnémeiðsla. Þetta kemur fram hjá Guardian.

Hinn tvítugi Alexander-Arnold meiddist í upphitun gegn Brighton en gat samt spilað allan leikinn og hjálpaði Liverpool að vinna 1-0.

Hann var skoðaður að leiknum loknum og þá kom í ljós að meiðslin eru af þeim toga að hann verður fjarri góðu gamni næstu fjórar vikurnar.

Þetta er ekki gott fyrir Liverpool þar sem Joel Matip og Joe Gomez hafa einnig verið að glíma við meiðsli. Matip er reyndar farinn að æfa á fullu og ætti að geta náð næsta leik gegn Crystal Palace. Ekki er búist við að Gomez snúi aftur fyrr en í febrúar.

Liverpool leyfði Nathaniel Clyne að fara á láni til Bournemouth á dögunum og því eru valkostirnir ekkert roslega margir í hægri bakvarðstöðuna hjá Liverpool í næstu leikjum.

Miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum varð fyrir smávægilegum meiðslum gegn Brighton og gæti misst af leiknum gegn Crystal Palace, en ekki er búist að hann verði lengi frá.

Alexander-Arnold fékk slæmar fréttir um síðustu helgi, en ráðist var á bróður hans.
Athugasemdir
banner
banner