Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. janúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ökklinn hans Kane of bólginn fyrir myndatöku
Mynd: Getty Images
Óttast er að Harry Kane verði frá í minnst fjórar vikur vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut í 0-1 tapi Tottenham gegn Manchester United um helgina.

Ökkli sóknarmannsins er of bólginn til að hægt sé að úrskurða um alvarleika meiðslanna.

Líklegt er að enska stórstjarnan komist í myndatöku í dag eða á morgun og þá kemur í ljós hversu lengi hann verður frá.

Kane verður án vafa frá í næstu leikjum og er þetta slæm tímasetning fyrir Tottenham sem er að missa Son Heung-min í Asíumótið.

Kane missir líklegast af næsta leik Tottenham gegn Fulham og undanúrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner