Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 15. janúar 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rossi æfir með Man Utd og Sir Alex líkar það sem hann sér
Sir Alex og Rossi. Mynd sem var tekinn þegar Rossi gekk í raðir United.
Sir Alex og Rossi. Mynd sem var tekinn þegar Rossi gekk í raðir United.
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi æfir þessa daganna með Manchester United.

Ferill Rossi hefur litast mikið af meiðslum og hefur hann aldrei náð sér almennilega á skrið. Hann var á mála hjá Manchester United í þrjú ár en hann hefur þá leikið með Newcastle United, Parma, Villarreal, Fiorentina, Levante, Celta og Genoa.

Þegar hann var á mála hjá Genoa á síðustu leiktíð féll hann á lyfjaprófi en slapp við bann.

Rossi er 31 árs gamall, samningslaus og að koma til baka eftir enn ein meiðslin. Hann og Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eru vinir en Solskjær bauð Ítalanum að koma og æfa hjá United.

Rossi þáði það boð en hann hefur verið að standa sig vel á æfingum. Meira að segja Sir Alex Ferguson, sem hefur verið mikið að fylgjast með æfingum að undanförnu, var hrifinn af því sem hann sá frá framherjanum. Ferguson fékk Rossi til United árið 2004.

„Ég held að við munum ekki semja við hann, en hann hefur æft vel með okkur," sagði Solskjær við heimasíðu Man Utd.

„Hann skoraði frábært mark á æfingu á laugardaginn. Stjórinn (Sir Alex Ferguson) var mjög hrifinn af því sem hann sá."
Athugasemdir
banner
banner