þri 15. janúar 2019 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænski bikarinn: Valencia og Getafe áfram
Santi Mina setti tvö fyrir Valencia í kvöld
Santi Mina setti tvö fyrir Valencia í kvöld
Mynd: Getty Images
Á Spáni fóru fram tveir leikir í spænska Konungsbikarnum. Þetta voru seinni leikir liðanna í sextán liða úrslitum, en tveir leikir eru leiknir í hverri umferð þar til komið er í úrslitaleikinn. Aðeins einn slíkur fer fram.

Gijon leiddi einvígið gegn Valencia eftir 2-1 heimasigur í fyrri leiknum. Heimamenn í Valencia ógnuðu ekki mikið framan af leik en í seinni hálfleik gerðu þeir þrjú mörk og kláruðu einvígið samanlagt 4-2. Valencia er því komið áfram í 8-liða úrslit. Varamaðurinn Santi Mina gerði tvö mörk og Ferran Torres skoraði eitt í restina. Torsótt úrslit hjá Valencia en þeir gerðu nóg.

Í Valladolid voru heimamenn einu marki undir eftir fyrri leik liðsins gegn Getafe. Angel, leikmaður Getafe, kom gestunum yfir í leiknum og í tveggja marka forystu í einvíginu, með marki úr vítaspyrnu, eftir tæplega hálftíma leik. Daniele Verde minnkaði muninn í einvíginu með marki fyrir heimamenn í upphafi seinni hálfleiks.

Ruben Alcaraz klúðraði víti fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Mark þar hefði sett smá spennu í leikinn en Getafe voru þó komnir með útivallarmark og því í mjög góðri stöðu. Leiknum lauk með jafntefli og því fer Getafe áfram samanlegt á tveimur mörkum gegn einu.

Valencia 3-0 Gijon (4-2 samanlagt)
1-0 Santi Mina (´66)
2-0 Santi Mina (´76)
3-0 Ferran Torres (´89)

Valladolid 1-1 Getafe (1-2 samanlagt)
1-0 Angel (´29, víti)
1-1 Daniele Verde (´50)
1-1 Ruben Alcaraz, klúðrað víti (´85)
Athugasemdir
banner
banner
banner