Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. janúar 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Synir Wenger" mætast á morgun
Mynd: Getty Images
Það er athyglisverður leikur í frönsku úrvalsdeildinni á morgun þegar Mónakó og Nice eigast við.

Thierry Henry er stjóri Mónakó og hjá Nice er Patrick Vieira við stjórnvölinn.

Þessir stjórar voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Arsenal og eru þeir tveir af bestu leikmönnum í sögu Lundúnafélagsins. Þeir voru báðir hluti af liði Arsenal sem fór taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003/04. Vieira var fyrirliði liðsins og Henry var aðalmarkaskorarinn.

Franska íþróttablaðið L'Équipe birtir skemmtilega forsíðu í tilefni leiksins en á forsíðuna er skrifað með stórum stöfum: „Synir Wenger."

Arsene Wenger stýrði Arsenal frá 1996 til 2018.

Fyrir leikinn á morgun er Nice í áttunda sæti en Mónakó í næst neðsta sæti deildarinnar.

Hér að neðan má sjá forsíðuna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner