Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. janúar 2019 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wagner kveður - Fer Huddersfield sömu leið og síðast?
David Wagner kveður.
David Wagner kveður.
Mynd: Getty Images
Huddersfield er í vondri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, liðið er á botninum.
Huddersfield er í vondri stöðu í ensku úrvalsdeildinni, liðið er á botninum.
Mynd: Getty Images
Jan Siewert er orðaður við starfið.
Jan Siewert er orðaður við starfið.
Mynd: Getty Images
David Wagner hætti í gær sem stjóri Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni.

Wagner náði merkilegum árangri með Huddersfield. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og hélt liðinu uppi í fyrstu tilraun. Þetta tímabil hefur ekki verið nægilega gott hins vegar og hefur Wagner því ákveðið að láta af störfum.

Félagið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, með 11 stig og 13 mörk skoruð eftir 22 umferðir.

Það kom aldrei til greina hjá Huddersfield að reka Wagner, hann ákvað sjálfur að hætta.

Stuðningsmenn Huddersfield elska Wagner, en hann skrifaði bréf til þeirra sem var birt á heimasíðu Huddersfield í dag.

„Saman, afrekuðum við ótrúlega hluti," skrifar Wagner í bréfinu. „Við gerðum drauminn að spila í ensku úrvalsdeildinni að raunveruleika. Það gerðist einuningis út af þeirri einstöku samheldni sem ríkir hjá félaginu og verð ég að þakka ykkur, mögnuðu stuðningsmönnunum, fyrir að gera þetta mögulegt."

„Sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna er eitthvað sem þú varst að upplifa til að trúa."

„Ég vil líka þakka öllum leikmönnum fyrir framlag þeirra á vellinum; á endanum eru það þeir sem fara á grasið og gera þetta mögulegt. Þeir eiga allt hrós skilið."

„Ég vil einnig þakka öllum í þjálfarateymi mínu og starfsfólkinu á bak við tjöldin. Það er frábært fólk hjá Huddersfield sem hefur spilað stórt hlutverk í árangri okkar."

„Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum, og sérstaklega Dean Hoyle (eiganda Huddersfield). Á sama hátt og ég tók sénsinn á félaginu, þá tók félagið sénsinn á mér. Það hefur borgað sig á allan hátt."

„Ég er sorgmæddur að fara, en ég ótrúlega stoltur af því sem við afrekuðum hjá Huddersfield. Félagið er í hjarta mínu og ég vil að því gangi sem best í framtíðinni."

„Ég mun styðja liðið úr fjarska um helgina þegar Mark Hudson stýrir liðinu gegn Manchester City og ég óska honum, þjálfarateyminu, leikmönnum og ykkur, stuðningsmönnunum, alls hins besta."

„Þakkir, frá David Wagner."

Fer Huddersfield sömu leið og áður?
Huddersfield er í þjálfaraleit. Sam Allardyce hefur virðist hafa dregið sig úr kapphlaupinu en efstur í veðbönkum núna er Jan Siewert, þjálfari hjá U23 liði Dortmund.

Wagner var þjálfari U23 liðs Dortmund áður en hann tók við Huddersfield og möguleiki er á því enska félagið fari sömu leið núna. Það virkaði nú nokkuð vel síðast.


Athugasemdir
banner