Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. janúar 2021 21:00
Victor Pálsson
Arteta tjáir sig um stöðu Özil - Ræðir við félagið
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í gær spurður út í stöðu miðjumannsins Mesut Özil sem er mögulega á leið til Tyrklands í þessum mánuði.

Özil hefur sterklega verið orðaður við Fenerbahce en hann fær ekkert að spila undir stjórn Arteta á Emirates.

Arsenal gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í gær og svaraði Arteta þá spurningu eftir leikslok.

„Ég veit ekki hversu nálægt hann hefur verið því að semja áður," sagði Arteta við blaðamenn um hvort viðræður hafi átt sér stað.

„Það eru einhverjar viðræður í gangi hjá honum, Edu og félaginu en ekkert staðfest að svo stöddu."

Edu er yfirmaður knattspyrnumála Arsenal og ku vera að vinna í því að koma Özil annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner