fös 15. febrúar 2019 10:14
Elvar Geir Magnússon
Hazard gerir ekki veður út af boðflennunni
Hazard gaf manninum treyjuna sína.
Hazard gaf manninum treyjuna sína.
Mynd: Getty Images
Ágengur áhorfandi hljóp inn á völlinn og greip utan um Eden Hazard, leikmann Chelsea, eftir leik í Evrópudeildinni í gær. Chelsea vann 2-1 sigur í fyrri leik sínum gegn Malmö, leikurinn fór fram í Svíþjóð.

Hazard leið augljóslega ekki vel með þessa uppákomu en fjóra gæslumenn þurfti til að losa belgísku stjörnuna úr klóm boðflennunar.

UEFA mun skoða atvikið en Hazard lét boðflennuna á endanum fá treyjuna sína.

„Þetta var ekkert stórmál. Hann bað bara um treyjuna mína," segir Hazard sem vill ekki gera mikið úr atvikinu.

Ross Barkley og Olivier Giroud skoruðu mörk bláliða í leiknum en Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var ekki sáttur við að Malmö náði að minnka muninn.

„Við verðum að gera betur. Okkur hefði getað verið refsað enn frekar gegn sterkari andstæðingu. Við þurfum að nálgast alla leiki af sömu ákefð og athygli. Ef þú ert ekki rétt stilltur í ensku úrvalsdeildinni getur þú tapað þremur eða fjórum mikilvægum leikjum," sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner