Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. febrúar 2019 13:35
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Dagný mun spila úti á Algarve
Dagný Brynjarsdóttir er mætt í landsliðshópinn á nýjan leik.
Dagný Brynjarsdóttir er mætt í landsliðshópinn á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir er báðar mættar aftur í íslenska landsliðshópinn eftir barneignaleyfi en þær spiluðu síðast með liðinu árið 2017.

Dagný spilaði ekkert fótbolta í fyrra en hún var að ganga frá samningi við Portland Thorns á nýjan leik.

„Dagný er lykilleikmaður í þessu liði og frábær leikmaður. Pælingin með því að velja hana er að hún styrkir þennan hóp. Við töluðum strax um að draumurinn væri að hún myndi ná þessu verkefni. Hún er að fara aftur út til Portland í gríðarlega sterka deild. Það eru frábærar fréttir fyrir okkur að hún sé að byrja aftur," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Hún mun spila úti á Algarve. Hversu mikið vitum við ekki alveg á þessari stundu. Hún mun koma inn á í þessum leikjum. Það eru tíu dagar þangað til við förum út og margt sem getur gerst en planið er að hún spili leikina."

Margrét Lára hefur ekkert spilað með landsliðinu síðan hún sleit krossband fyrir EM 2017. Hin 33 ára gamla Margrét Lára er markahæsta landsliðskona í sögu Íslands en hún hefur raðað inn mörkum með Val í vetur.

„Hún hefur verið að spila frábærlega með Val það sem af er undirbúningstímabili. Við vitum hversu góð Margrét Lára er í fótbolta og það eru frábærar fréttir að hún sé að ná sér af sínum meiðslum og sé byrjuð aftur. Við ákváðum að taka hana með núna og sjá hvaða hlutverki hún getur verið í þessum hóp," sagði Jón Þór.

Smelltu hér til að sjá Algarve hópinn
Athugasemdir
banner
banner