Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. febrúar 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Leikið til þrautar í bikarleikjum helgarinnar - Engir aukaleikir
Derby fagnar eftir sigur í vítaspyrnukeppni.
Derby fagnar eftir sigur í vítaspyrnukeppni.
Mynd: Getty Images
Fimmta umferð ensku bikarkeppninnar fer fram um helgina, 16-liða úrslit. Í fyrsta sinn verður leikið til þrautar.

Farið verður í framlengingu og svo vítaspyrnukeppni ef á þarf að halda.

Áður hafa jafntefli á þessu stigi alltaf gert það að verkum að liðin hafa þurft að mætast aftur.

Einungis sjö úrvalsdeildarfélög eru eftir í ensku bikarkeppninni en stórleikurinn í þessum 16-liða úrslitum er án efa viðureign Chelsea og Manchester United. Sá leikur fer fram á mánudagskvöldið á Stamford Bridge.

Í kvöld:
19:45 QPR – Watford (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
12:30 Brighton – Derby (Stöð 2 Sport)
15:00 AFC Wimbledon – Millwall (Stöð 2 Sport)
17:30 Newport County – Manchester City (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
13:00 Bristol City – Wolves (Stöð 2 Sport)
16:00 Doncaster – Crystal Palace (Stöð 2 Sport)
16:00 Swansea – Brentford (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:30 Chelsea – Manchester United (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner