Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. febrúar 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Lopetegui vill prufa að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Árið 2018 var ansi sérstakt fyrir spænska þjálfarinn Julen Lopetegui. Hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Spánar rétt fyrir HM í Rússlandi eftir að hafa opinberað að hann myndi taka við Real Madrid eftir mótið.

Hann entist aðeins í þrjá mánuði hjá Real og var rekinn eftir fimm töp í sjö leikja hreinu, þar á meða 5-1 skell gegn Barcelona.

Hann var gestur í hlaðvarpsþætti BBC í dag þar sem að hann fór yfir víðan völl, meðal annars framtíðarplön.

„Maður verður að vera opinn fyrir allskonar verkefnum í framtíðinni. Ég vil auðvitað þjálfa í bestu deildum í heimi," sagði Lopetegui í dag.

„Enska úrvalsdeildin er frábær deild. Þegar þú horfir á leik á Englandi þá finnuru þetta geggjaða andrúmsloft. Það er borin virðing fyrir leikmönnum og þjálfurum, það er mikilvægt og mig langar að upplifa það."

Lopetegui útilokar það heldur ekki að þjálfar aftur á Spáni.

„Spænska deildin er líka frábær deild með frábærum leikmönnum. Við sjáum hvað setur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner