fös 15. febrúar 2019 14:53
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára: Eins og hafa verið val­in í landsliðið í fyrsta skipti
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðskona Íslands frá upphafi, er mætt aftur í íslenska landsliðshópinn eftir langa fjarveru. Margrét spilaði síðast með landsliðinu í apríl 2017.

Margrét sleit krossband vorið 2017 og í fyrra var hún í barneignaleyfi. Hin 33 ára gamla Margrét er nú komin á fulla ferð með Val og er mætt aftur í landsliðshópinn sem fer til Algarve í lok mánaðarins.

„Ég er hrika­lega stolt að vera kom­in aft­ur í landsliðið og er þakk­lát fyr­ir þetta tæki­færi. Það eru mikl­ar til­finn­ing­ar sem bær­ast í brjósti mínu og mér líður eins og hafa verið val­inn í landsliðið í fyrsta skipti," sagði Margrét Lára við mbl.is í dag.

Margrét Lára segist aldrei hafa útilokað endurkomu í landsliðið þrátt fyrir erfið meiðsli.

„Satt best að segja nei. Ég man þegar ég sleit kross­bandið þá hugsaði ég málið í tvo daga hvað ég ætti að gera og hvort þetta væri búið hjá mér. Ég fann fyr­ir gríðarlega mikl­um stuðningi og maður fer ekki út svona dæmi nema með mikl­um stuðningi frá eig­in­manns­ins, barna, for­eldra og allra í kring­um mann því þetta er svaka­leg­ur pakki og mik­il vinna."

„Við ákváðum í sam­ein­ingu að ég myndi koma mér upp á lapp­irn­ar og gera allt sem í mínu valdi stæði til að geta spilað aft­ur og á þessu stigi. Án þess að op­in­bera það þá var það alltaf stefn­an hjá mér koma til baka og fá að loka mín­um fót­bolta­ferli sjálf. Ég vona að ég fái að gera það einn dag­inn þótt sé ekki al­veg kom­in þangað,“ sagði Mar­grét Lára við mbl.is.

Smelltu hér til að sjá Algarve hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner