Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. febrúar 2019 10:22
Elvar Geir Magnússon
Pogba bað liðsfélaga sína afsökunar - Kýldi í skáp
Pogba sá rautt.
Pogba sá rautt.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba bað liðsfélaga sína í Manchester United afsökunar eftir brottvísunina gegn PSG.

Pogba fékk rautt seint í 0-2 tapinu á Old Trafford en virtist brugðið eftir ákvörðun Daniele Orsato áður en hann hélt í búningsklefann.

Pogba er sagður hafa verið reiður út í sjálfan sig og hafi tekið reiðina út í klefanum með því að kýla í skáp.

The Sun segir að Pogba hafi beðið liðsfélaga sína afsökunar á brottrekstrinum en þeir hafa fjall að klífa í seinni leiknum í París.

Tapið var það fyrsta hjá Manchester United síðan Ole Gunnar Solskjær tók við stjórnartaumunum.

Næsti leikur United er gegn Chelsea í bikarnum á mánudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner