Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. febrúar 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Ramos spurði bekkinn hvort hann ætti að næla sér í gult
Gula spjaldið sem Ramos fékk.
Gula spjaldið sem Ramos fékk.
Mynd: Getty Images
Ramos spyr bekkinn.
Ramos spyr bekkinn.
Mynd: Skjáskot
Talið er Sergio Ramos muni nær örugglega vera dæmdur í lengra bann af UEFA eftir að myndskeið kom upp á yfirborðið þar sem hann spyr Real Madrid bekkinn að því hvort hann eigi viljandi að næla sér í gult spjald.

Atvikið átti sér stað í 2-1 útisigri Real gegn Ajax í Meistaradeildinni en í lok leiks fékk Ramos gult fyrir brot á Kasper Dolberg.

Ramos hafði áður fengið tvö gul í keppninni og missir því af seinni leiknum gegn Ajax. Spjaldið ætti þó að tryggja að hann sé með hreinan skjöld í 8-liða úrslitunum.

Strax eftir leikinn viðurkenndi Ramos í viðtali við spænskan fjölmiðlamann að hafa vísvitandi nælt sér í spjaldið.

„Ég væri að ljúga að þér ef ég segði að hefði ekki viljandi fengið spjaldið," sagði Ramos.

En nokkrum klukkustundum seinna dró hann í land á samfélagsmiðlum. Hann sagði særandi að vera sakaður um að hafa fengið spjaldið viljandi.

UEFA hefur hafið rannsókn á málinu en ef talið er að Ramos hafi viljandi fengið gula spjaldið þá verður bannið lengra en einn leikur.

Gerðist fyrir níu árum
Árið 2010 fengu Ramos og Xabi Alonso báðir viljandi gult fyrir tafir í 4-0 sigri á Amsterdam Arena. Myndbandsupptökur sönnuðu að skipanir komu frá Jose Mourinho, þáverandi stjóra Real.

Ramos og Alonso tóku út bann í þýðingarlausum leik gegn Auxerre og fóru inn í útsláttarkeppnina með hreinan skjöld. UEFA sektaði Real Madrid, Mourinho og leikmennina tvo í því tilfelli.

Síðar voru reglar settar um að UEFA ætti að lengja leikbönn þeirra sem væru uppvísir að því að leika sér svona að reglunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner