Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. mars 2019 08:50
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang útskýrir grímufagnið
Aubameyang setti upp grímu.
Aubameyang setti upp grímu.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hirti fyrirsagnirnar þegar Arsenal vann Rennes 3-0 og komst áfram í Evrópudeildinni, samanlagt 4-3. Gabonmaðurinn skoraði tvö mörk.

Það voru ekki bara mörkin sem færði honum fyrirsagnirnar heldur einnig grímufagnið eftir mikilvægt annað mark hans.

Aubameyang tók upp Black Panther grímu til að fagna. Aðdáendur Marvel myndanna kannast við grímuna.

Aubameyang, sem fangaði eitt sinn með Batman grímu þegar hann lék fyrir Borussia Dortmund, fékk gula spjaldið fyrir grímufagnið í gær.

Eftir leik í gær útskýrði hann Black Panther grímuna.

„Ég vildi grímu sem stendur fyrir mig. Þetta er Black panther (svartur hlébarði) og í Afríku er landslið Gabon kallað hlébarðarnir frá Gabon. Þetta tengist því mér," segir Aubameyang.

Hann ætlaði að fagna með grímunni gegn Manchester United en fann ekki út hvar hún var geymd.
Athugasemdir
banner
banner
banner