Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. mars 2019 08:40
Elvar Geir Magnússon
Eriksen á förum - Man City á leið í bann
Powerade
Eriksen í leik með danska landsliðinu.
Eriksen í leik með danska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Nabil Fekir er orðaður við Real.
Nabil Fekir er orðaður við Real.
Mynd: Getty Images
Rabiot er í agabanni.
Rabiot er í agabanni.
Mynd: Getty Images
Eriksen, Tierney, Pope, Mbappe, Fekir, Sarr og fleiri í slúðurpakkanum á þessum geggjaða föstudegi. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Tottenham býst við því að danski miðjumaðurinn Christian Eriksen (27) yfirgefi félagið í sumar. Real Madrid er meðal áhugasamra félaga. (Mail)

Manchester City á yfir höfði sér kaupbann í næstu tveimur félagaskiptagluggum fyrir að brjóta reglur um kaup á ungum leikmönnum. (Sun)

Real Madrid vill fá Eden Hazard (28) frá Chelsea í La Liga og mun fyrsta boð hljóða upp á 70 milljónir punda. (Sun)

Georginio Wijnaldum (28) segist ekki enn hafa fengið tilboð um framlengingu á samningi sínum frá Liverpool. Hann á yfir tvö ár eftir af núgildandi samningi. (Liverpool Echo)

Arsenal og Leicester hafa bæði áhuga á að fá Kieran Tierney (21), varnarmann Celtic. Leicester vill fá Tierney til að fylla skarð Ben Chilwell en stærri félög hafa áhuga á honum. (Mirror)

Arsenal hefur rætt við Rennes um senegalska vængmanninn Ismaila Sarr. Arsenal vann franska liðið í gær og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. (Goal)

Burnley hyggst selja Nick Pope (26) fyrir um 10 milljónir punda í sumar en Arsenal hefur áhuga á enska markverðinum. (Sun)

Juventus mun reyna allt til að fá franska framherjann Kylian Mbappe (20) frá Paris St-Germain í sumar. (Tuttosport)

Newcastle hefur áhuga á að ráða Bruno Genesio, stjóra Lyon, ef Rafael Benítez skrifar ekki undir framlengingu. (L'Equipe)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill fá franska framherjann Nabil Fekir (25) frá Lyon í sumar. (Daily Record)

Zidane hefur ekki áhuga á að kaupa Neymar (27) frá Paris St-Germain. (AS)

Eftir að Real Madrid keypti brasilíska varnarmanninn Eder Militao hefur félagið þegar fyllt kvóta um þrjá leikmenn utan Evrópu. Enn ólíklegra er að James Rodriguez, sem er á láni hjá Bayern München, snúi aftur. (Marca)

Real Madrid vill selja Rodriguez og króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic sem er á láni hjá Chelsea. Madrídingar vilja 50 milljónir evra fyrir hvorn. (El Confidencial)

Real Madrid vill kaupa Nicolo Zaniolo (19), miðjumann Roma. (AS)

Maurizio Sarri segir að Olivier Giroud (32) sé enn mjög mikilvægur fyrir Chelsea. Giroud skoraði þrennu í sigri gegn Dynamo Kiev í gær. (Sky Sports)

Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um Adrien Rabiot (23), miðjumann Paris St-Germain. Rabiot verður samningslaus í sumar og hefur þegar rætt við Barcelona, Arsenal, Chelsea og Tottenham. (Sun)

Rabiot er í agabanni til loka mars eftir að hafa skellt sér út á lífið eftir að PSG féll úr leik gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Hann hefur ekki spilað síðan í desember vegna deilna um samningsmál. (L'Equipe)

Slavisa Jokanovic, fyrrum stjóri Fulham, og Alex Neil, stjóri Preston, eru efstir á blaði hjá West Brom sem er í stjóraleit. (Sky Sports)

Paris St-Germain mun bjóða Þjóðverjanum Thomas Tuchel eins árs framlengingu á samningi sínum. Hann gerði tveggja ára samning í maí 2018. (L'Equipe)

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, segist ekki vera svekktur eftir að Zinedine Zidane var endurráðinn hjá Real Madrid. Mourinho var orðaður við starfið en hann segir að Zidane sé fullkominn í það. (El Chiringuito)

Jan Siewert, stjóri Huddersfield, boðar miklar breytingar hjá félaginu í sumar. Huddersfield er á hraðleið niður úr úrvalsdeildinni. (Sky Sports)

Tottenham var mjög nálægt því að kaupa portúgalska miðjumanninn Joao Moutinho (32) árið 2012. Moutinho spilar nú fyrir Wolves. (TalkSport)

Inter Miami, félag David Beckham í MLS, mun spila í Fort Lauderdale fyrstu tvö tímabil sín á meðan verið er að reisa nýjan leikvang. (NBC Sports)
Athugasemdir
banner
banner