fös 15. mars 2019 19:28
Brynjar Ingi Erluson
FIFA skoðar möguleikann að fjölga liðum á HM 2022 - Ákvörðun tekin í júní
Khalifa-leikvangurinn í Katar
Khalifa-leikvangurinn í Katar
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusamband FIFA skoðar möguleikann nú að fjölga liðum úr 32 í 48 á HM í Katar sem fer fram árið 2022. Stjórn FIFA kom saman í Miami í dag.

32 lið tóku þátt á HM í Frakklandi á síðasta ári en lengi hefur verið rætt að fjölga liðum á mótinu.

FIFA samþykkti í dag að hefja viðræður um fjölgun á mótinu en þá gæti farið svo að einhverjir leikir verði spilaðir í nágrannalöndunum.

„Við munum fara með þetta mál á næsta stig og skoða þann möguleika hvort nágrannalöndin hafi áhuga á því að taka þátt í þessu," sagði Gianni Infantino, forseti FIFA.

„Við ætlum að komast að niðurstöðu í júní og munum þá flytja okkar mál fyrir þingið. Ef þetta verður að veruleika þá er það frábært en það er líka frábært ef það verða bara 32 lið," sagði Infantino.

Þetta mun auka möguleika íslenska landsliðsins á að spila á HM og verður því fróðlegt að fylgjast með þessu ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner