fös 15. mars 2019 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór: Lampard-feðgarnir mínar helstu fyrirmyndir
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu viðtali við Mirror í dag en hann ræðir um eina helstu fyrirmynd sína í enska boltanum.

Gylfi fylgdist mikið með Frank Lampard er hann lék með Chelsea og dáðist að honum. Lampard er einn besti miðjumaðurinn í sögu Englands. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar, FA-bikarinn fjórum sinnum, Evrópudeildina og Meistaradeild Evrópu.

„Ég horfði mikið á Frank Lampard þegar ég var yngri. Auðvitað spilaði hann með einu besta liði Englands á þeim tíma en hann vissi alltaf hvenær hann átti að mæta í teiginn. Hann var í ótrúlegu formi og mér finnst margir hafa horft framhjá því," sagði Gylfi um Lampard.

Þess má auðvitað til gamans geta að faðir Frank Lampard sem ber sama nafn, þjálfaði Gylfa hjá Reading.

„Ég vann með pabba hans hjá Reading í hálft tímabil og maður get séð ástæðuna fyrir því að hann var svona góður leikmaður. Ég naut þess virkilega að vinna með pabba hans og ég myndi ekki segja að hann væri af gamla skólanum en hann lét mig hafa fyrir hlutunum," sagði Gylfi í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner