Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. mars 2019 12:55
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Verð dæmdur af Guði en ekki bikurum
Klopp er sæll og glaður hjá Liverpool.
Klopp er sæll og glaður hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist bara vilja vera dæmdur af Guði en ekki bikurunum sem hann vinnur hjá enska félaginu.

Liverpool er í baráttu um sigur í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni þar sem liðið mun mæta Porto í 8-liða úrslitum.

„Mitt starf er að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að njóta eins mikillar velgengni og mögulegt er. Í mínum auga er þetta ekki pressa heldur tækifæri. Ég elska starf mitt, ég er með magnað lið og hef allt til að vera ánægður," segir Klopp.

„Ég virði þrá alls fólksins hjá félaginu og leikmannana. Ég get verið hluti af draumum þeirra. En það er ekki fyrir mig þegar allt kemur til alls, það er fyrir fólkið. Ég hef ekki áhuga á því hverjir dæma mig. Guð dæmir mig einn daginn og það er það eina sem ég hef áhuga á. Mér gæti ekki verið meira saman hvað aðrir segja."

Liverpool mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner