Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 15. mars 2019 13:56
Elvar Geir Magnússon
Reiði yfir því að Sevilla féll úr leik - Þjálfarinn rekinn
Drekinn.
Drekinn.
Mynd: Getty Images
Sevilla er búið að reka stjóra sinn, Pablo Machin, eftir að liðið datt úr Evrópudeildinni í gær.

Sevilla hefur fimm sinnum unnið Evrópudeildina en tapaði 4-3 í Tékklandi þar sem Ibrahim Traore skoraði mark fyrir Slavia Prag á 119. mínútu.

Sevilla tapaði 6-5 samanlagt.

Machin er 43 ára og kom frá Girona í maí.

Í yfirlýsingu Sevilla segir að slæm úrslit á undanförnum vikum hafi ýtt félaginu í að taka þessa ákvörðun.

Sevilla er í sjötta sæti í La Liga, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Síðan Unai Emery, núverandi stjóri Arsenal, yfirgaf Sevilla hefur félagið verið með fjóra þjálfara.

Joaquin Caparros, yfirmaður fótboltamála, tekur við stjórnartaumunum tímabundið líkt og hann gerði þegar Vincenzo Montella var rekinn á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner