Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. mars 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Segir að enska deildin sé númer eitt í heiminum
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, er í viðtali við BBC.

Þar segir hann að Bale sé ánægður hjá Real Madrid og að hann væri til í að ljúka ferlinum hjá félaginu.

Fjölmiðlar telja þó hæpið að það gerist enda sagt að Zinedine Zidane vilji nota aðra leikmenn en samband hans við Bale hefur ekki verið eins og best verður á kosið.

Barnett tjáir sig einnig um ensku úrvalsdeildina í viðtalinu en hann segir þá deild vera númer eitt í heiminum í dag.

„Úrvalsdeildin er númer eitt í heiminum. Það sést vel í dag. Flestir leikmenn sem ég þekki vilja spila þar. Það gildir það sama um þjálfarana, þeir vilja þjálfa í enska boltanum," segir Barnett.

„Aðrar deildir geta ekki keppt við þá ensku. Félögin geta ekki keppt við peningana og sækja því meira í unga leikmenn."

Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á eftir en fjögur ensk lið eru í pottinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner