Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2019 20:42
Brynjar Ingi Erluson
VAR tæknin notuð á HM í Frakklandi í sumar
Mynd úr VAR-herberginu á HM í Rússlandi
Mynd úr VAR-herberginu á HM í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusamband FIFA samþykkti í dag að notast við VAR-tæknina á HM kvennalandsliða næsta sumar. Þetta var samþykkt er stjórnin kom saman í Miami í dag.

FIFA notaðist við VAR-tæknina í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti karla í Rússlandi í fyrra.

Myndbandstæknin hefur verið notuð í stærstu deildum í Evrópu en hún mun svo mæta til leiks í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili og ljóst að VAR er framtíðin.

Í fyrsta sinn verður VAR notað í kvennaboltanum á vegum FIFA en tæknin hefur ekki verið notuð í keppnum hjá félagsliðum til þessa.

Það verður því fjör á HM í Frakklandi næsta sumar og verður því fræga VAR herbergið notað þar.
Athugasemdir
banner
banner